Uppsteypun bílakjallara miðar vel

26. janúar 2024

ÞG verk vinnur að uppsteypu bílakjallara undir Sóleyjartorgi. 

„Góður gangur er í verkinu en í byrjun janúar var miðjuhluti af milliplötu kjallarans steypt við bestu aðstæður. Það má því búast við því að einkar vel muni fara um allar þær bifreiðar sem verður lagt á efri hæð bílakjallarans síðar meir. ÞG heldur áfram með verkið og næstu verkþættir snúast um uppsteypun efstu plötu ásamt uppsteypun tengiganga sem liggja meðfram norðurhlið bílakjallarans og tengjast þegar steyptum göngum sem Eykt hefur steypt norðan við meðferðarkjarna," segir Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri framkvæmdasviðs.