Vinnustofa NLSH með starfsmönnum SAk um frumathugun legudeildarbyggingar

1. september 2023

NLSH vinnur þessa daga að rýni frumathugunar fyrir nýja legudeildarbyggingu við Sjúkrahús Akureyrar. Byggingin er fyrir legudeildir skurðlækninga, lyflækninga og geðdeildar. Í heildina verða 84 rúm í nýju legudeildarbyggingunni auk dag- og göngudeildar geðdeildar. Að sögn Ingólfs Þórissonar, sviðstjóra tækni – og þróunarsviðs NLSH, voru haldnar vinnustofur 30. ágúst með starfsmönnum SAk og NLSH. Fyrst var vinnustofa með klínískum stjórnendum og síðan önnur með stjórnendum tæknimála. Áformað er að ljúka rýni frumathugunarinnar fljótlega og tekur þá við hönnun byggingarinnar.

1.9-innri-gildir