Markaðskönnun (RFI) vegna fyrirhugaðrar vinnu við UT ráðgjöf

5. september 2023

Um þessar mundir er að hefjast nýtt verkefni hjá NLSH, í nánu samstarfi við Landspítala, sem er að tryggja að allir þættir sem snúa að upplýsingatækni, þ.m.t. hugbúnaður og vél/tæknibúnaður séu til staðar við flutning LSH í nýjar byggingar við Hringbraut. Að sögn Hannesar Þórs Bjarnasonar, verkefnastjóra á tækni - og þróunarsviði NLSH, er markmið verkefnisins er að upplýsingatækni stuðli að aukinni hagkvæmni í rekstri LSH, auknu öryggi sjúklinga, öryggi í meðferð upplýsinga, bættri upplýsingagjöf og bættri þjónustu við sjúklinga.

 NLSH auglýsti þann 3. júlí síðastliðinn eftir aðilum sem hafa áhuga að taka þátt í ráðgjöf vegna upplýsingatæknimála. Þann 18. ágúst rann út frestur til að skila inn gögnum. 

Eftirtaldir aðilar sendu inn gögn; Deloitte, Imperio, Intellecta, KPMG og Origo. 

Fyrirhugað er að halda viðtöl og ganga frá samningi um ráðgjöf í september.

Höfundur myndar: David Pupăză (Unsplash)