Lægsta tilboð í uppsteypu á rannsóknahúsi 84% af kostnaðaráætlun

7. september 2023

Útboð þetta tekur til uppsteypu vegna byggingar á rannsóknahúsi á lóð Landspítala við Hringbraut. Heildarflatarmál er 17.808 fermetrar á fimm hæðum ásamt kjallara.

Í rannsóknahúsi verður öll rannsóknastarfsemi Landspítala sameinuð á einn stað.

Um er að ræða almennt útboð, sbr. 2. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup (OIL) og er ótilteknum fjölda, með almennri útboðsauglýsingu.

Um útboðið gildir ÍST 30:2012 Almennir útboðs- og samningsskilmálar um verkframkvæmdir.

Eftirfarandi tilboð bárust:

Eykt ehf. 4.104.695.224 (84%)

ÞG verktakar ehf. 4.879.910.461 (99 %)

Kostnaðaráætlun verkkaupa 4.908.776.169 (100%)

Opnunarskýrsla felur ekki í sér niðurstöðu útboðs.