Vistvænna Sóleyjartorg

30. maí 2022

Nýlega hefur Reykjavíkurborg auglýst deiliskipulagsbreytingu á Sóleyjartorgi þess eðlis að ekki er lengur gert ráð fyrir þvi að hægt sé að aka bifreiðum í gegnum torgið.

Umferðargata sem tengdi saman Burknagötu og Hrafnsgötu fellur niður. Nýleg hermun í umferðarlíkani sýnir að niðurfellingin mun ekki hafa áhrif á umferð innan svæðisins. Með tilkomu breytingarinnar verður hægt að aka inn á torgið til að fara í akstursrampa inn og út úr bílakjallaranum. Í bílakjallaranum verða stæði fyrir tæplega 200 bíla og innangengt beint inn í meðferðarkjarnann.

Þessi breyting á umferðarflæði um torgið hefur það í för með sér að umhverfi torgsins verður mun vistlegra þ.e. bjartara og hlýlegra og mun torgið styrkjast í tilvist sinni.

(Myndin með fréttinni er skissumynd).