1000 manns koma að smíði nýs Landspítala

23. júní 2023

Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH, var í viðtali á Bylgjunni þann 21. júní og umfjöllunin var staða framkvæmdanna og þróun verkefnisins. Meðal annars var komið inn á þá áskorun sem fylgir því að flytja starfsemina frá eldri byggingum í nýjar en NLSH hefur fengið til liðs við sig erlenda ráðgjafa sem sérhæfa sig í þeim málum og búa yfir mikilli reynslu á því sviði. Jafnframt var komið inn á að NLSH er að vinna að 10.000 fm stækkun a Sjúkrahúsinu á Akureyri. Einnig komið inn á þann mikla fjölda fólks sem núna er að vinna að verkinu og hversu margir samningar, stórir og smáir, liggja þar á bakvið.

Viðtalið má heyra hérna