Fjölbreytt dagskrá á málstofu NLSH

26. júní 2023

Þann 22. júní hélt NLSH málstofu þar sem fjöldamörg erindi voru á dagskrá og spannaði vítt svið um stöðu framkvæmdanna og það sem er á döfinni og í vinnslu. Auk erinda starfsmanna NLSH héldu Svava María Atladóttir, framkvæmdastjóri þróunar Landspítala, erindi um þróun heilbrigðistækni, og Ásgeir Margeirsson, formaður stýrihóps um skipulag framkvæmda við Landspítala erindi um forsendur fyrir endurmati á 2. áfanga uppbyggingar Landspítala. Lokaorð voru á vegum Nönnu Briem, framkvæmdastjóri geðþjónustu Landspítala. Í lokin var Elín Hall með tónlistarflutning en það er venja að ljúka fundum sem þessum á ljúfu nótunum.