Landlæknir í heimsókn

27. júní 2023

Í dag kom Alma Möller landlæknir í heimsókn og fékk kynningu á framkvæmdaverkefnum NLSH. Ólafur M. Birgisson, staðartæknifræðingur NLSH, sá um leiðsögn og var heimsóknin vel heppnuð enda viðraði vel til útiveru. Gengið var um framkvæmdasvæðið og upp á Stöng 1 í meðferðarkjarna þar sem vel sést yfir svæðið.

„Ég skrifaði mína fyrstu blaðagrein um nauðsyn þess að byggja nýjan Landspítala árið 2007, þá yfirlæknir gjörgæsludeildar við Hringbraut. Ég hef frá upphafi fylgst með því verkefni og var m.a. virk í notendastýrðri hönnun á þriðju hæð meðferðarkjarnans meðan ég starfaði á Landspítala. Það var því sérlega ánægjulegt að heimsækja byggingarsvæðið í morgun og sjá hvernig meðferðakjarninn þýtur upp og einnig að sjá framkvæmd og undirbúningsvinnu við aðrar byggingar. Ég óska Nýjum Landspítala áframhaldandi góðs gengis, íslenskri heilbrigðisþjónustu til heilla,“segir Alma Möller.

Forsíðumynd: Ólafur M. Birgisson staðartæknifræðingur NLSH og Alma Möller landlæknir í skoðunarferðinni

Frett-alma-innri-27.6-2023