30.000 rúmmetra steypuáfanga náð

23. nóvember 2022

Þann 8. júní 2022 var haldið upp á þann áfanga að búið var að leggja niður 20.000 m³ af steypu af um 55.000 m3 sem áætlað er í uppsteypu meðferðarkjarnans.

Í dag var aftur haldið upp á áfanga en nú er búið að leggja niður 30.000 m³ af steypu.

Af því tilefni var starfsfólkinu við uppsteypuna boðið upp á kaffi og hátíðarköku sem þakklætisvott til allra starfsmanna sem koma að verkinu á verkstað þ.e. verktakar, verkeftirlit og verkkaupi. Þetta er ein varða af mörgum í þessu stóra verkefni og því var tilvalið að bjóða upp á köku.