Konur ráða ríkjum á norðurhluta spítalalóðar

25. nóvember 2022

Þegar rýnt er í gatnanöfn í borgum vaknar gjarnan sú spurning af hverju viðkomandi heiti hafi verið valið. Elstu götunöfn taka oftar en ekki mið af staðháttum: Hafnargata, Lækjargata og Vesturgata o.s.frv. Í Þingholtunum vísa götunöfn til norrænnar goðafræði: Óðinsgata, Freyjugata, Bragagata o.s.frv.

í Norðurmýrinni ráða síðan persónur Íslendingasagnanna ferðinni: Njálsgata, Bergþórugata, Flókagata o.s.frv.

Á norðanverðri spítalalóðinni hefur verið haldið áfram að gefa nýjum götum heiti úr Íslendingasögum og má þar nefna Freydísargötu (Freydís var Eiríksdóttir og dóttir Eiríks rauða), Þjóðhildargötu (Þjóðhildur var Jörundardóttir og eiginkona Eiríks rauða), Hildigunnargötu (Hildigunnur var Starkaðardóttir og eiginkona Höskuldar Þráinssonar í Njálssögu) og Hrafnsgötu (Hrafnsnafnið kemur víða fram í Íslendingasögum m.a. í Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar. Í næstu viku verður fjallað um nöfn gatna á suðurhluta spítalalóðar.