Arkís í heimsókn

12. febrúar 2024

Þann 9.febrúar var haldin kynning fyrir arkitektastofuna Arkís á framkvæmdum NLSH. 

Jens Hjaltalín Sverrisson, verkefnastjóri, fór yfir helstu framkvæmdaverkefni félagsins. Að kynningu lokinni var framkvæmdasvæðið skoðað undir fylgd Jens Hjaltalín og Árna Kristjánssonar staðarverkfræðings NLSH.

„Það var gaman að fá kynninguna og innsýn í heildamyndina og það sem er í gangi núna. Fyrir okkur, sem hönnuði, var áhugavert að sjá stærðagráðu burðavirkisins og allar þær útfærslur sem eru viðhafðar með tilliti til jarðskjálfta. Einnig var áhugavert að sjá hvernig utanhússklæðningin er hengd á burðavirkið með tilheyrandi tæki og tólum. Það væri gaman að endurtaka heimsóknina þegar innanhússfrágangurinn er byrjaður,” segir Peter Erler frá Arkís.