Fréttir


Síðustu hæðir millibygginga meðferðarkjarna að rísa

9. febrúar 2024

Uppsteyptu burðarvirki meðferðarkjarna lauk í nóvember að frátöldum síðustu verkþáttum í millibyggingum, sem ganga út á að reisa stálburðarvirki og steypa stigaþrep og palla. Sú vinna er langt á veg komin, en unnið hefur verið í millibyggingum frá vestri til austurs í byggingunni. Um er að ræða fjórar millibyggingar og hefur vinnu við tvær þeirra verið lokið og hinar tvær eru langt á veg komnar. Búast má við að efstu pallarnir verði steyptir í byrjun mars.