Nemendur frá sænskum Tækniskóla í heimsókn

7. febrúar 2024

Þann 6.febrúar komu í heimsókn kennari frá byggingasviði Tækniskólans ásamt sænskum gestum, kennurum og nemendum frá Anders Ljungsted Tækniskólanum í Linköping.

Áhugasvið nemendanna eru smíðar, múrverk og járnabendingar og því má segja að byggingaframkvæmdirnar hafi vakið mikinn áhuga meðal gesta.

Gísli Georgsson, verkefnastjóri hjá NLSH kynnti stöðu dagsins í framkvæmdum og að því loknu var gengið um framkvæmdasvæðið í fylgd Árna Kristjánssonar staðarverkfræðings NLSH.

„Heimsóknin byrjaði með kynningu á byggingaframkvæmdunum og sýndu gestir sérstakan áhuga á því hvernig hætta á jarðskjálfta í og við spítalann var leyst, með stólpum sem ganga niður í bergið. Þessi áhugi á jarðskjálftum á sennilega rætur sínar að rekja til jarðskjálfta og eldgosa við Grindavík. Þessar fréttir hafa ratað í fjölmiðla víða um heim og ekki síst hjá frændum okkar í Svíþjóð. Hópurinn gekk síðan í vettvangsferð og fannst gestunum mikið um. Hvernig lítil þjóð eins Ísland er, ámóta stór að mannfjölda eins og Malmö svæðið í Svíþjóð getur fjármagnað og byggt slíka byggingu. En aðdáun gestanna á Íslandi jókst mikið við þessa heimsókn,” segir Trausti R. Einarsson kennari við Tækniskólann.

7.2-saenskir-innri