Framkvæmdahugur hjá starfsmönnun Framkvæmdasviðs NLSH

25. október 2020

Framkvæmdasvið NLSH hefur umsjón og ber ábyrgð á verklegum framkvæmdum á vegum NLSH ohf og stendur nú yfir skipulagning á verkefnum næstu mánaða.

“Stærsta og lang viðamesta verkefni okkar þessa daga er undirbúningur á uppsteypu á nýjum meðferðarkjarna. Lagnavinna á vinnubúðareit ásamt uppbyggingu púða undir gámaeiningar, sem hýsa munu þá verktaka sem koma að verkinu, ásamt eftirliti og verkkaupa er í gangi. Stefnt er að þvi að þeirri vinnu verði að mestu leyti lokið í byrjun nóvember.

Vinna við áætlunargerð fyrir uppsteypu stendur núna yfir milli fulltrúa verkkaupa, verktaka og verkeftirlits. Vinna við undirstöður mun hefjast fyrir áramót og síðan verða steyptir rúmlega 55 þús. rúmmetrar fram á sumar 2023 í uppbyggingu við nýjan meðferðarkjarna Landspítala., segir Ólafur M. Birgisson staðartæknifræðingur NLSH ohf.

Á mynd: Hluti starfsmanna Framkvæmdasviðs NLSH, Ólafur M. Birgisson staðartæknifræðingur, Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri Framkvæmdasviðs og Steinar Þór Bachmann verkefnastjóri