Góður gangur í framkvæmdum á vinnubúðareit

16. febrúar 2021

Helstu fréttir af vinnubúðareit eru að malbikun á Burknagötu er lokið og búið er jafnframt að setja upp öll hlið á svæðinu og tengja þau. Nú er unnið við forritun á aðgangskerfi sem mun fylgjast með allri umferð að svæðinu, bæði akandi og þeirra sem erindi eiga á framkvæmdasvæðið.

Steinar Þór Bachmann rekstrarstjóri framkvæmdar hjá NLSH segir að búið sé að flytja þvottastöð fyrir vinnutæki að austurhliði og að ljúka við gerð göngustígs í vestur frá vinnubúðareit.

Vinna í mötuneyti er langt komin og verið að ganga frá uppsetningu á kerfislofti. Svæðið er að taka á sig mynd og vinna gengur vel að sögn Steinars.

 

Mynd: Steinar Þór Bachmann NLSH