Góður gangur við bílastæða- og tæknihús

19. september 2022

Eftir eru um 2-3 vikur af greftri við grunn BT-hússins, en að staðaldri eru 3 gröfur að störfum í grunninum og er nokkur umferð vörubíla til þess að taka við jarðefni og flytja á brott.

Uppgröftur hefur gengið vel og hefur ekki þurft að sprengja fyrir húsinu, líkt og í öðrum verkum á svæðinu.

Þegar uppgreftri er lokið hefst í vinna við að bora niður bergbolta, en þeir verða notaðir til þess að ankera húsið niður. Myndin að ofan sýnir að grunnurinn er að taka á sig form, en húsið verður staðsett í suðvestanhorni lóðarinnar við Hringbraut