Verkefni Nýs Landspítala í fjárlagafrumvarpi ársins 2023

16. september 2022

Nú liggur fyrir frumvarp að fjárlögum fyrir árið 2023. Í kynningu fjármála- og efnahagsráðherra 12.9.2022 sagði Bjarni Benediktsson: „Um 26,4 ma.kr. renna til ýmissa nýrra og aukinna fjárfestingarverkefna á næsta ári af hálfu ríkisins. Þar má m.a. nefna uppbyggingu Grensásdeildar Landspítalans. Þá hefur fjárfesting aukist verulega undanfarin ár og er yfir langtímameðaltali á næsta ári 2023, þó hún dragist lítillega saman til að vinna gegn þenslu og verðbólgu. Innan fjárfestinga ríkisins má nefna byggingu nýs Landspítala við Hringbraut þar sem gert er ráð fyrir 13,4 ma.kr. á árinu.“

Samkvæmt kynningu ráðherra er gert ráð fyrir fjárveitingum upp á 14,4 ma.kr. þar sem fjárheimild er aukin um 1.000 m.kr. vegna viðbyggingar við Grensásdeild Landspítala en NLSH ohf hefur verið falin umsjá verkefnisins.

Gert er ráð fyrir að 2. umræðu fjárlagafrumvarpsins ljúki á Alþingi í nóvember og þeirri 3. í desember þegar það verður að lögum. Einhverjar breytingar kunna því að verða í lokaúgáfu fjárlaganna.