NLSH ohf. eflir verkefnastjórn

19. desember 2023

Leitað er að starfsmönnum sem eru menntaðir í verk- eða tæknifræði, arkitektúr, byggingarfræði, viðskiptafræði, verkefnastjórn eða hafa aðra sambærilega tæknilega- eða fjármálalega menntun.
Krafist er minnst fimm ára reynslu á sviði verklegra framkvæmda, eftirlits-, hönnunar- eða fjármála eða sambærilegra verkefna sem NLSH vinnur að.

Leitað er að þremur starfsmönnum til fjölbreyttra verkefna sem falla m.a. undir:
Verkefnastjórn framkvæmdaverkefna
• Stjórnun fag- og verkeftirlits
• Áætlunargerð – Fjármálagreiningar
• BIM sérfræðivinnslu og stjórnun
• Hönnunarrýni og samræmingu

Allar umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og verða nöfn umsækjenda ekki birt opinberlega.

Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og stutt kynningarbréf og annað sem umsækjandi telur skipta máli. Ítrekað er að farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál, í
samræmi við persónuverndarstefnu NLSH, og þeim svarað formlega.

Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2024.
Umsókn óskast send á postur@nlsh.is.