Öryggisúttekt NLSH, Eflu og Eyktar vegna undirbúnings á uppsteypuverkefni meðferðarkjarna

13. janúar 2021

Í dag var haldin öryggisúttekt í samstarfi NLSH, Eflu og Eyktar sem er uppsteypuverktaki meðferðarkjarnans.

Í þessari öryggisúttekt er verið að taka út hluti eins og öryggismenningu, vinnusvæði og aðstöðu með tilliti til slysavarna. Einnig var verið að skoða aðra þætti svo sem fallvarnir og persónuvarnarbúnað.

"Þetta er gert með það í huga að framkvæmdasvæðið sé öruggt og til að tryggja allar nauðsynlegar varnir gegn vinnuslysum og annarri áhættu", segir Hildur Hrólfsdóttir umhverfis – og öryggisstjóri NLSH.

Á mynd: Frá vinstri: Rúnar Jón Friðgeirsson og Halla Katrín Svölu-og Arnardóttir frá Eflu (verkeftirliti uppsteypuverks), Hildur Björg Hrólfsdóttir umhverfis- og öryggisstjóri verkkaupa/NLSH og John Hansen öryggisstjóri hjá Eykt