Sjúkrahótelið fékk hæstu einkunn

15. apríl 2019 Sjúkrahótel
Nýtt sjúkrahótel sem afhent var nýlega fékk hæstu einkunn, eða 81% stiga í vistvottunarkerfinu BREEAM sem flokkast sem „excellent“ einkunn.
Til að fá þá einkunn þarf að horfa til heildarumhverfisáhrifa byggingarinnar.
 
Við matið er horft til atriða sem hafa með heilsu og vellíðan að gera eins og hljóðvist, hönnun, lýsingu, loftflæði, efnisvals gólfefna og málningarefna.
 
Helga Jóhanna Bjarnadóttir sviðsstjóri umhverfismála hjá Eflu verkfræðistofu:
 
„Vaxandi áhugi er á vistvænum byggingum bæði hjá hinu opinbera og hjá einkaaðilum“.