Uppsteypuverk rannsóknahúss komið af stað

2. febrúar 2024

Eykt hefur byrjað framkvæmdir við uppsteypun á nýju rannsóknahúsi. Undanfarnar vikur hafa starfsmenn á gröfum verið að störfum við að skafa og hreinsa klappir vegna steypunar þrifalaga. 

„Steypun þrifalaga hófst um miðjan janúar. Nú er bara að vona að veðrið verði skikkanlegt á næstunni því afköst þessarar vinnu í grunni byggingarinnar er mjög háð hitastigi og veðri. Búast má við að við förum að sjá bygginguna rísa upp úr grunninum með haustinu," segir Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri framkvæmdasviðs.