Útboðsþing Samtaka iðnaðarins 2024

31. janúar 2024

Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega útboðsþing þann 30.janúar á Grand hótel.

Á Útboðsþingi SI, sem haldið er í samstarfi við Félag vinnuvélaeigenda og Mannvirki – félag verktaka, voru kynnt útboð ársins vegna verklegra framkvæmda hjá tíu opinberum aðilum.

Áætlað er að samtals fari um 203 milljarðar króna í framkvæmdir á þessu ári hjá þeim sem kynntu sínar áætlanir sem er aukning frá fyrra ári.

Á þinginu kynnti Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH, helstu framkvæmdaverkefni sem félagið stendur að á árinu.

NLSH stefnir á að bjóða út verkefni fyrir um 21,5 milljarða króna á árinu, en það er nokkur aukning frá fyrra ári.

Helstu verkefni til útboðs á vegum NLSH eru þakfrágangur og innri frágangur meðferðarkjarna, uppsteypa og utanhússfrágangur á húsi Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands auk gatna-, veitna- og lóðagerðar við Hringbraut.

Einnig er stefnt að þvi að bjóða út tvö verkefni utan framkvæmda við Hringbraut, þ.e. framkvæmdaútboð vegna nýbyggingar Grensásdeildar Landspítala og fullnaðarhönnunarverkefni vegna Sjúkrahúss Akureyrar (Sak).

Glærur frá fundinum má nálgast hér