Vistvænar leiðir við byggingu á nýjum Landspítala

23. febrúar 2021

Í umfjöllun Fréttablaðsins kemur fram að við byggingu nýs Landspítala verði notaðar stafrænar lausnir við úrgangsstjórnun. Meðan á framkvæmdum stendur er allur úrgangur sem fellur til flokkaður í að lágmarki sjö flokka samkvæmt BREEAM-staðli.

Jónína Guðný Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Terra, segir að þetta vinnulag á flokkun úrgangs marki þáttaskil þegar kemur að stafrænum lausnum í úrgangsstjórnun til þess að fylgjast með endurvinnsluhlutfalli og með öllum akstri úrgangs frá svæðinu.

Terra sér um úrgangsstjórnun á framkvæmdasvæðinu í samstarfi við Eykt sem er framkvæmdaaðili uppsteypunnar og við verkkaupa sem er NLSH.

Mynd: Jónína Guðný Magnúsdóttir framkvæmdastjóri viðskipta- og þjónustusviðs Terra

Nánar á vef Fréttablaðsins