Fréttasafn: 2015 (Síða 4)

Fyrirsagnalisti

New national hospital

Staðsetning háskólasjúkrahúss - 2. júlí 2015

Í Morgunblaðinu í dag birtist grein eftir Guðmund Þorgeirsson yfirlækni á Landspítalanum. Guðmundur fjallar meðal annars um helstu rök fyrir þvi að Hringbraut varð fyrir valinu sem besti kosturinn fyrir nýjan Landspítala. Helstu rökin séu m.a. þau að nýtanlegt byggingarmagn sé mest á Hringbrautarlóðinni og því ódýrast að byggja við Hringbraut.

Lesa meira

Opnun tilboða í fullnaðarhönnun meðferðarkjarna nýs Landspítala - 25. júní 2015

Í dag var fyrri opnun tilboða vegna fullnaðarhönnunar nýs meðferðarkjarna vegna byggingar nýs Landspítala. Meðferðarkjarninn, sem áætlaður er að verði 58.500 m2, verður hluti af nýjum Landspítala við Hringbraut. Meðferðarkjarninn verður ein af fjórum nýbyggingum við Landspítalann og sú stærsta.

Fimm tilboð bárust frá eftirtöldum aðilum:

  1. Verkís og TBL
  2. Salus
  3. Grænaborg
  4. Corpus 3
  5. Mannvit hf

Síðari opnun tilboða er áætluð að verði 16.júlí og vonast verður eftir að hægt verði að flýta þeirri opnun.

Nánari upplýsingar eru að finna á vef Ríkiskaupa: http://www.rikiskaup.is/utbod/fundargerdir/fnr/15804

Mikill vilji til að byggja nýjan spítala - 18. júní 2015

Fréttablaðið birtir í dag niðurstöður skoðanakönnunar þar sem spurt var „telur þú rétt að byggja nýjan spítala fyrir hluta fjárins sem fæst vegna losunar haftanna“.

Niðurstöður sýna, að meðal þeirra sem tóku afstöðu, telja tveir af hverjum þremur vera rétt að nýta hluta af þeim fjármunum sem fengjust við losun hafta í að byggja nýjan spítala.

Lesa meira
New national hospital

Tilboð opnuð vegna framkvæmda við Nýjan Landspítala - 11. júní 2015

Öllum tilboðum hafnað í gatnagerð

Þann 2. júní síðastliðinn voru opnuð tilboð í útboði 20000 hjá Ríkiskaupum, nefnt götur, veitur, lóð og tengigangar á norðurhluta lóðar Landspítala NLSH.

Útboðið tengist lóðaframkvæmdum vegna sjúkrahótels á lóð LSH við Hringbraut.

Stjórn NLSH ohf. ákvað eftir yfirferð og umsögn Framkvæmdasýslu ríkisins að hafna öllum tilboðum. Tvö lægri tilboðin voru metin ógild þar sem bjóðendur uppfylltu ekki skilyrði útboðs – og samningsskilmála.

Lesa meira

Opnað fyrir tilboð vegna framkvæmda við Nýjan Landspítala - 2. júní 2015

Í dag voru opnuð tilboð vegna lóðaframkvæmda vegna gatna, göngustíga, bílastæða og grænna svæða ásamt jarðvinnu fyrir sjúkrahótelið.

Þrjú tilboð bárust í verkframkvæmdina.  Á næstu dögum verður farið yfir tilboðin m.t.t. útboðsreglna.  Á vef Ríkiskaupa er að finna upplýsingar um bjóðendur og hvaða tilboð bárust.

Mikill stuðningur við byggingu nýs Landspítala - 20. maí 2015

Nýleg könnun sem unnin er af Maskínu rannsóknum um stuðning við byggingu nýs Landspítala sýnir að fjórir af hverjum fimm Íslendingum eru fylgjandi því að nýr Landspítali verði byggður á næstu árum.  Hlutfall þeirra sem eru því andvígir er einungis 6%.

Bakgrunnsbreytur í könnuninni sýna að stuðningur eykst með auknum aldri og tekjum.

Lesa meira

Nýr Landspítali óskar eftir tilboðum vegna framkvæmda við Nýjan Landspítala - 9. maí 2015

Laugardaginn 9.5 er birt auglýsing í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu vegna tilboðsgerðar vegna framkvæmda við Nýjan Landspítala. Um er að ræða framkvæmdir á norðurhluta lóðar sem felast í lóðaframkvæmdum vegna gatna, göngustíga, bílastæða og grænna svæða ásamt jarðvinnu fyrir sjúkrahótelið. 

Hægt er að nálgast tilboðsgögn hjá Ríkiskaupum frá og með 12. maí og opnun tilboða verður þann 2. júní næstkomandi. 

Sjá auglýsingu

New national hospital

Fjármálaráðherra leggur til stofnun fullveldissjóðs - 6. maí 2015

Í Morgunblaðinu 6.5 er haft eftir Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra að hann telji tímabært að stofnaður verði sérstakur orkuauðlindasjóður sem í myndi renna arður af nýtingu orkuauðlinda.  Einnig kom fram í máli ráðherra að slíkur sjóður yrði notaður við fjármögnun mikilvægra innviða á borð við byggingu Landspítala.

Lesa meira
New national hospital

Uppbygging Landspítala verður við Hringbraut - 29. apríl 2015

Kjarninn.is birtir viðtal við Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra 29.4.  Í máli Kristjáns kemur fram að það sé engin spurning í hans huga að nýbyggingar Landspítalans muni rísa við Hringbraut. Staðarvalið hafi verið skoðað og endurskoðað þrívegis og niðurstaðan alltaf verið sú að Hringbraut væri besti kosturinn. Þetta kom í ræðu ráðherra á ársfundi Landspítalans. Jafnframt kom fram að 945 milljónir væru ætlaðar í verkframkvæmdir sjúkrahótels og fullnaðarhönnun meðferðarkjarna og að framkvæmdir myndu hefjast í haust. Kristján vék að rökum fyrir ákvörðuninni um staðsetningu.  Hann sagði að dýrara væri að byggja nýtt sjúkrahús frá grunni á öðrum stað en Hringbraut og nálægð við Háskóla Íslands og þekkingarsamfélagið í Vatnsmýrinni skipti einnig miklu máli.

Fréttina má sjá hér

Styttist í útboð við hönnun nýs meðferðarkjarna - 27. apríl 2015

Á vef Ríkiskaupa verður opnað á miðvikudag 29. apríl fyrir útboðsgögn vegna hönnunar á nýjum meðferðarkjarna Landspítala. Meðferðarkjarninn, sem áætlaður er að verði 58.500 m2, verður hluti af nýjum Landspítala við Hringbraut.  Um er að ræða opið útboð sem auglýst er á evrópska efnahagsvæðinu.  Útboðið mun standa til 25. júní.  Meðferðarkjarninn er ein af fjórum nýbyggingum í nýjum Landspítala og hin stærsta.

New national hospital

Jarðvinna við sjúkrahótelið hefst brátt - 24. apríl 2015

Í Morgunblaðinu 24.4 er fréttaskýring um framkvæmdir við byggingu sjúkrahótels við nýja Landspítalann. Haft er eftir Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra að gangi áætlanir eftir gætu framkvæmdir við byggingu sjúkrahótels hafist í lok júní.

„Ljóst er að ekki verður hvikað frá þeirri ákvörðun að byggja þjóðarsjúkrahúsið við Hringbraut“ segir heilbrigðisráðherra.  Fram kemur í máli Stefáns Veturliðasonar aðal verkefnastjóra sjúkrahótelsins að reiknað sé að vinna mestu jarðvinnuna í sumar þegar minnst er um að vera á spítalanum.

Sjúkrahótelið er fyrsta nýbyggingin af fjórum í nýjum Landspítala og stefnt er að því að henni verði lokið á vormánuðum árið 2017.

New national hospital

Landssamband eldri borgara styður byggingu nýs Landspítala við Hringbraut - 15. apríl 2015

Fram kemur í tilkynningu frá Landssambandi eldri borgara að félagið telji allar hugmyndir um að falla frá byggingu nýs Landspítala óásættanlegar og að breytingar muni seinka byggingu um mörg ár. Einnig kemur fram að eðlilegt sé að tengja eldra húsnæði Landspítala við Hringbraut við fyrirhugaðar nýbyggingar og hvetur jafnframt að framkvæmdir hefjist sem fyrst.

Fréttina má sjá hér.

Síða 4 af 5