Fréttasafn: 2012 (Síða 4)

Fyrirsagnalisti

New national hospital

"Nýja háskólasjúkrahúsið - kjarni málsins" - 25. maí 2012

Í aðsendri grein Sighvats Björgvinssonar þ. 21. maí 2012 greinir Sighvatur snöfurmannlega kjarnann frá tittlingaskít og aukaatriðum og dregur fram nokkrar spurningar sem hann telur að menn hafi látið hjá líða að ræða, þá sennilega vegna þess að menn treysti sér ekki í slíka umræðu.

Það er rétt að þessi atriði hafa ekki verið mjög áberandi í almennri umræðu og það er mikilvægt að nú skuli loksins kominn fram aðili, sem ekki eigi beinna hagsmuna að gæta og treysti sér til að kveða upp úr um að megnið af allri hinni frjálsu umræðu hingað til, hafi í raun verið um aukaatriði.

Lesa meira
New national hospital

Öflugt sjúkrahús - kjarni málsins - 23. maí 2012

Um þessar mundir er í nágrannalöndum Íslands víða verið að rífa sjúkrahúsbyggingar sem ekki eru nema örfárra áratuga gamlar. Nýbyggingar eru reistar til þess að mæta þörfum sem stórstígar breytingar á starfsemi sjúkrahúsa gera kröfu um eigi þjónusta við sjúklinga áfram að vera í takti við nútímann.

Lesa meira
New national hospital

Nýr Landspítali í augsýn - 9. maí 2012

Stefnt er að því að stærri Landspítali verði að veruleika á næstu árum með frekari uppbyggingu spítalans við Hringbraut. Fyrirhuguð stækkum felur í sér brýnar úrbætur í heilbrigðismálum þjóðarinnar, en nefna má að starfsemi spítalans fer nú fram á 17 stöðum í nærri  100 húsum. Með uppbyggingunni við Hringbraut er ætlunin að sameina í 1.áfanga alla bráðastarfsemi sem rekin er við Hringbraut og í Fossvogi auk þess sem allar rannsóknarstofur spítalans sem nú eru tvístraðar í mörgum húsum víða um bæinn verða sameinaðar í einu húsi á spítalalóðinni. Um þessar mundir er unnið að hönnun  1. áfanga spítalans en þess er vænst að hann verði tilbúinn árið 2018. 

Lesa meira
New national hospital

Nýr LSH - staðhæfingar - 4. maí 2012

Í nýlegri grein Guðjóns Baldurssonar, eru ýmsar staðhæfingar úr grein minni sem birtist í Fréttablaðinu 26. apríl sl. dregnar í efa. Guðjón nefnir ein sjö atriði. Nú er það svo að við Guðjón erum algjörlega á öndverðum meiði gagnvart uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut. Að hefja ritdeilu við Guðjón, er því svo fjarri mér. Hins vegar ber að taka fram að ég hef fylgst með þessu verkefni um langa tíð og komið að því með einum og öðrum hætti, bæði sem þingmaður og heilbrigðisráðherra og allan þann tíma hef ég verið sannfærð um mikilvægi þess að stíga þau skref sem unnið er að í verkefninu um nýjan Landspítala.

Lesa meira
New national hospital

Nýtt rannsóknarhús leysir 36 ára gamlan vanda - 1. maí 2012

Sýklafræðideild Landspítala er langstærsta rannsóknastofan í sýklafræði hér á landi og tilvísanarannsóknastofa fyrir allt landið. Þar fara fram öflugar vísindarannsóknir og metnaðarfullt starf um fimmtíu ötulla starfsmanna.

Deildin býr hins vegar við bágan húsakost sem hefur í för með sér ófullnægjandi aðstæður til rannsókna og ýmislegt óhagræði. Sýklafræðideildin er rekin í húsnæði á tveimur stöðum í borginni, við Barónsstíg og í Ármúla. Fyrrnefnda húsið var tekið í notkun árið 1976. Þá var leystur bráður húsnæðisvandi með því að reisa á lóð Landspítalans ódýrt stálgrindarhús. Ætlunin var að nota þetta bráðabirgðahúsnæði ekki lengur en í 10 ár. Nú eru árin orðin 36 og enn er verið að nota húsnæðið. Þrátt fyrir ítrekaðar viðgerðir er það langt í frá fullnægjandi fyrir starfsemi deildarinnar. Húsið heldur illa hita, sem er bagalegt ekki eingöngu vegna óþæginda sem það veldur starfsfólki, heldur líka vegna dýrs og viðkvæms tækjabúnaðar sem í húsinu er. Þegar kalt er í veðri á vetrum getur þurft að nota hitablásara til þess að tækin geti starfað rétt. Einangrun hússins er léleg, þ.e. óþétt og reglulega verða lekar. Dæmi eru um að á vetrum snjói inn á lagnir með þeim afleiðingum að rafmagn slær út. Á sumrin verður gjarnan mjög heitt í húsinu og þá gegna viftur sama hlutverki og hitablásarar gera á vetrum.

Lesa meira
New national hospital

Nýr LSH fyrir alla - 26. apríl 2012

Stjórnvöld hafa um langt skeið undirbúið byggingu nýs Landspítala-háskólasjúkrahúss(LSH). Undirbúningi hefur verið stýrt og ýtt áfram af ráðherrum Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og nú Samfylkingar. 

Um byggingu nýs spítala hefur því ríkt þverpólitísk samstaða. Borgarstjórn hefur einnig komið að vinnunni með margvíslegum hætti að ógleymdu starfsfólki spítalans. Mikil umræða hefur átt sér stað á undanförnum árum um staðsetningu spítalans og stærð. 

Lesa meira
New national hospital

Landspítali til framtíðar - 22. apríl 2012

Þriðji hver Íslendingur fær árlega þjónustu á Landspítalanum og endurnýjun hans sem nú stendur fyrir dyrum varðar því alla landsmenn. Við uppbyggingu til framtíðar er hagur sjúklinga hafður í fyrirrúmi enda er hann vel tryggður með ýmsum framförum sem fylgja fyrsta áfanga stækkunar spítalans á næstu árum. 

Þörfin fyrir uppbyggingu spítalans er mikil, m.a vegna breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar. Sextugir og eldri þurfa langmest á þjónustu sjúkrahúsa að halda og núna eru stórir árgangar eftirstríðsáranna komnir á sjötugsaldur.  Árið 2025 hefur hlutdeild sjötugra og eldri á landinu aukist um 40 prósent.  Landspítalinn getur ekki að óbreyttu tekið við þeirri fjölgun, því er ekki forsvaranlegt að bíða og gera ekkert. 

Lesa meira
New national hospital

Framtíðin endar ekki eftir 30 ár - 21. apríl 2012

Páll Torfi Önundarson læknir birtir enn á ný hugmyndir sínar og Magnúsar Skúlasonar arkitekts um stækkun Landspítala við Hringbraut í Fréttablaðinu 19. apríl 2012. Á fréttavefnum mbl.is var fjallað um þessar sömu hugmyndir 3. mars í ár og daginn eftir leitaði mbl.is álits undirritaðs á þeim. Nú bregður svo við að Páll Torfi gerir það álit, og reyndar skoðanir SPITAL hópsins í heild, tortryggilegar vegna „beinna fjárhagslegra hagsmuna af sinni tillögugerð“ og mögulegs „hagsmunaáreksturs“!

Lesa meira
New national hospital

Aprílgabb borgarfulltrúa - 5. apríl 2012

Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi ritaði pistil um nýjan Landspítala á bloggsíðu sína 3. apríl sl. Í pistlinum er að finna ýmsar rangfærslur og staðreyndavillur og virðist hann gera sér leik að því að taka tölur úr samhengi. Gísli Marteinn heldur því blákalt fram að til standi að byggja 290 þúsund fermetra spítala og að sameinaður spítali verði þrisvar sinnum stærri en núverandi byggingar við Hringbraut og í Fossvogi.

Lesa meira
New national hospital

Nýtt sjúkrahótel er nauðsyn - 31. mars 2012

Ár hvert horfast þúsundir Íslendinga í augu við að þurfa að leggjast inn á sjúkrahús eða fylgja nákomnum ættingjum til sjúkrahúsdvalar. Allir sem upplifað hafa sjúkdóma eða slys í sínu nánasta umhverfi þekkja álagið sem slíkt getur valdið einstaklingum og fjölskyldum þeirra.

Öryggi og hlýlegt umhverfi er nokkuð sem fólk sem gengist hefur undir aðgerðir eða aðra sjúkrahúsmeðferð sækist eftir. Undanfarin ár hefur legutími á sjúkrahúsum styst og æ fleiri sjúklingar njóta dag- og göngudeildarþjónustu eftir meðferð á sjúkrahúsi. Slíkt hentar þó ekki alltaf og getur líðan sjúklinga og búseta haft þar áhrif á. Dvöl á sjúkrahóteli er stundum bráðnauðsynleg og góður kostur til að brúa bilið milli sjúkrahúslegu og heimferðar.

Lesa meira
New national hospital

Hótelherbergi með ókunnugum? - 28. mars 2012

Ef þú værir á leið til útlanda og hygðist dvelja á hóteli meðan á ferðinni stæði, myndir þú kjósa að deila herbergi með ókunnugum? Líklega svara flestir spurningunni neitandi. Staðreyndin er hins vegar sú að margt fólk sem leggst inn á sjúkrahús stendur frammi fyrir einmitt þessu – að deila herbergi með einstaklingum sem það þekkir engin deili á. Þetta gerir fólk á sama tíma og það tekst á við meðferð vegna veikinda eða slysa.

Lesa meira
New national hospital

Nýr Landspítali - Jákvæð umferðarspá - 24. mars 2012

Betri og skilvirkari sjúkrahúsþjónusta í þágu sjúklinga er helsta markmiðið með fyrirhugaðri stækkun Landspítala. Við framkvæmd sem þessa er þó ávallt í mörg horn að líta. Eitt þeirra atriða sem nokkuð hefur verið rætt í tengslum við stærri Landspítala eru umferðarmál.  Mikilvægt er að huga að þessum þætti og í skipulagsvinnu hafa verið framkvæmdar kannanir og mælingar til að leggja mat á hlutina. Niðurstaðan er sú að umferð á götum í nálægð spítalans eykst ekki verulega við sameiningu starfseininga spítalans við Hringbraut. 

Lesa meira
Síða 4 af 6